Sjóðfélagalán

Sjóðfélagar LSA eiga kost á láni í samræmi við reglur þar að lútandi. Vextir af lánum sjóðsins eru nú 4,5%, frá 1. janúar 2009, en þeir eru breytilegir skv. ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Lánin eru veitt í samstarfi við Landsbankann á Akureyri sem sér um mat á veðhæfni og greiðslugetu.

Hægt er að sækja um lán á skrifstofu sjóðsins eða fylla út lánsumsókn sem er hér á vefnum og senda til sjóðsins. Sjóðurinn skilar svo umsókninni til Landsbankans ásamt upplýsingum um lánsheimild sjóðfélaga (skv. lánareglum). Fylgigögnum umsóknarinnar skal svo skilað beint til Landsbankans.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum sjóðsins.