Lánareglur

Eftirfarandi reglur gilda um lánveitingar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar til sjóðfélaga:

Skilyrði lánveitingar
Til að eiga rétt á láni frá sjóðnum þarf umsækjandi að hafa greitt til hans í 4 ár (48 mánuði) í a.m.k. hálfu starfi og verið greiðandi síðast liðna 6 mánuði, miðað við fullt starf (12 mánuði miðað við hálft starf). Lífeyrisþegar, sem uppfylltu ofangreind skilyrði, er þeir hófu töku lífeyris, eiga rétt á láni frá sjóðnum með sömu kjörum og greiðandi sjóðfélagar.

Greiðslur til annarra sjóða
Viðurkenndar eru iðgjaldagreiðslur til annarra sjóða án þess að flutningur hafi átt sér stað, enda fylgi vottorð þar um frá viðkomandi sjóði. Sjóðfélagi skal þó ávallt hafa greitt iðgjöld til þessa sjóðs a.m.k. síðustu sex mánuði, miðað við fullt starf (12 mánuði miðað hálft starf).

Lánsfjárhæð og lánakjör
Hámarksupphæð láns er kr. 7.000.000,- og hámarks lánstími allt að 20 ár. Lánin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs og bera 4,5% vexti. Vextir eru ákvarðaðir af stjórn sjóðsins hverju sinni. Lántökugjald er 1%.

Tryggingar
Öll lán eru undantekningalaust veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði og verða lán sjóðsins að rúmast innan við 50% af brunabótamati fasteignar, þó að hámarki 65% af metnu markaðsverði. Sjóðstjórn má hverju sinni láta matsmann sinn meta fasteign, telji hún sérstaka ástæðu til þess. Jafnframt getur sjóðstjórn krafist þess að umsækjandi leggi fram mat frá viðurkenndum matsaðila og/eða veiti fyllri upplýsingar um fasteignina áður en til lánveitingar kemur.

Endurnýjun lánsréttar
Sjóðfélagi á rétt á láni að nýju frá sjóðnum, þegar full fjögur ár eru liðin frá síðustu lánveitingu. Í slíkum tilfellum getur lánsfjárhæð hæst numið þeirri upphæð, sem eru mismunur á skuld sjóðfélagans og hámarksfjárhæðar skv. lið 3.  Ef sjóðfélagi nýtir sér ekki hámarksfjárhæð við töku láns, á hann rétt á viðbótarláni sem getur hæst numið þeirri upphæð sem er mismunur á skuld sjóðfélagans og hámarksfjárhæð skv. lið 3, en slík viðbótar lánveiting er ekki háð biðtíma skv. 1. mgr. þessa liðar.