95 ára / 32 ára reglan

95 ára reglan

Velja þarf 95 ára regluna fyrir 64 ára aldur og þarf þá samanlagður starfsaldur og lífaldur að ná 95 árum
Hægt er að byrja að taka lífeyri við 60 ára aldur en í síðasta lagi 64 ára.
Allir sem velja 95 ára regluna mega vinna til 64 ára aldurs.
Þegar sjóðfélagi hefur valið 95 ára regluna getur hann skipt um skoðun.  En eftir að hætt er að draga af honum í lífeyrissjóð og launagreiðandi er byrjaður að greiða 15,5% fyrir sjóðfélagann er ekki hægt að skipta um skoðun.
Sjóðfélagi getur að hámarki verið kominn með 64% rétt þegar 95 ára reglunni er náð.
Ávinningur eftir að 95 ára reglu er náð er 2% á ári þar til taka lífeyris hefst eða til 64 ára aldurs í síðasta lagi.

32 ára reglan

Sjóðfélagi þarf að greiða iðgjald í 32 ár en eftir það greiðir launagreiðandinn 15,5% til sjóðsins.
Ávinningur eftir að 32 ára reglu er 1% á ári til 65 ára og 2% eftir 65 ára, til 70 ára í síðasta lagi, en þá þarf að hætta starfi og taka lífeyri.
Ef sjóðfélagi er búin að greiða lengur en 32 ár endurgreiðir sjóðurinn iðgjöldin sem eru umfram 32 árin.
Ef sjóðfélagi hefur valið 32 ára regluna og það er hætt að draga af honum iðgjöld er ekki hægt að skipta um skoðun.
Sjóðfélaga er gegnt hefur um lengri eða skemmri tíma hlutastarfi er heimilt að greiða áfram iðgjald til sjóðsins af föstum launum sínum fyrir dagvinnu, allt að því marki að jafngildi iðgjaldagreiðslu af launum fyrir fullt starf í 32 ár.

Þak ávinnings með iðgjöldum launþega er 64% að hámarki og gildir það bæði fyrir 32 ára og 95 ára regluna.