Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og Brúar lífeyrissjóðs hafa samþykkt samruna sjóðanna. Grundvöllur samrunans er að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga LSA verður óbreytt sem og bakábyrgð Akureyrarbæjar.
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar fór fram 18.júní sl. Fundurinn var haldinn að Strandgötu 3 og á dagskrá voru hefðbundin ársfundarstörf, samþykktarbreytingar og samruni við Brú lífeyrissjóð.