Skipting réttinda

Skipting ellilífeyrisréttindanna tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist.  Skipting ellilífeyrisréttinda skal vera gagnkvæm, þ. e. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindum sínum. Heimilt er að framselja til makans allt að helmingi ellilífeyrisréttindanna.  Skiptingin skal aðeins taka til áunninna réttinda meðan hjúskapur, óvígð sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða mun standa.

Skipting ellilífeyrisréttindanna getur verið með eftirfarandi hætti:

  • Í fyrsta lagi er heimilt að skipta samtímagreiðslu ellilífeyris, þ.e. þeim greiðslum sem nú fara fram.
  • Í öðru lagi er hægt að skipta áunnum ellílífeyrisréttindum.
  • Í þriðja lagi er um að ræða skiptingu þeirra ellilífeyrisréttinda sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert. 

Skiptingin getur því varðað ellilífeyrisréttindi í nútíð, fortíð og framtíð.
Nánari upplýsingar um skiptingu lífeyrisréttinda má finna hér á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.