Aðild að sjóðnum

Sjóðfélagar eru allir starfsmenn Akureyrarbæjar og stofnana hans, 16 ára og eldri, sem ráðnir voru til starfa fyrir 1. janúar 1999, í hálft starf eða meira í fulla tólf mánuði og fá greidd laun á grundvelli kjarasamninga skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna. Þeir sem greitt hafa til sjóðsins teljast sjóðfélagar.

Frá og með 1. janúar 1999, var sjóðnum lokað fyrir nýjum starfsmönnum Akureyrarbæjar sem ráðnir voru til starfa.  Ef sjóðfélagi hættir störfum tímabundið, án þess þó að formlegum ráðningarsamningi hafi   verið slitið, s.s. vegna launalauss leyfis, námsleyfis eða vegna annarra starfa sem veita honum rétt til leyfis frá starfi sínu, þá hefur hann rétt til aðildar að sjóðnum þegar hann kemur til starfa að leyfi loknu.  Ef hann lætur af starfi sínu og iðgjaldagreiðslur til sjóðsins falla niður í tólf mánuði eða lengur, eða réttindaávinnsla án iðgjaldagreiðslu fellur niður í jafnlangan tíma, á viðkomandi einstaklingur ekki framar rétt á aðild að sjóðnum.