Iðgjöld til A-deildar

Sjóðfélagar greiða 4% af föstum launum sínum fyrir dagvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót í iðgjöld til sjóðsins. Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum eftir af launum sjóðfélaga og reiða þau til sjóðsins innan tveggja vikna.

Launagreiðendur greiða í iðgjöld til sjóðsins 11,5% af þeim föstu launum fyrir dagvinnu persónuuppbót og orlofsuppbót er sjóðfélagi tekur hjá þeim. Skulu þau greidd til sjóðsins samtímis iðgjöldum sjóðfélaga.

Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld til sjóðsins í 32 ár falla iðgjaldagreiðslur hans niður nema hann ætli að nota 95 ára regluna.  Þó er sjóðfélaga er gegnt hefur um lengri eða skemmri tíma hlutastarfi heimilt að greiða áfram iðgjald til sjóðsins af föstum launum sínum fyrir dagvinnu allt að því marki að jafngildi iðgjaldagreiðslu af launum fyrir fullt starf í 32 ár.

Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld til sjóðsins af fullu starfi í 32 ár eða ætlar að nýta 95 ára regluna og iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga falla niður er launagreiðanda hans skylt að greiða 15,5% af ofangreindum launum til sjóðsins.

Eigi sjaldnar en á hálfs árs fresti skal senda greiðandi sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur þeirra og réttindi. Yfirlitinu skal fylgja áskorun til sjóðfélaga um að gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum.  Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits og sjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd.