Eftirlaun B-deildar

Hver sjóðfélagi í B-deild sem orðinn er fullra 67 ára að aldri, á rétt á ellilífeyri úr B-deildinni. Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af grundvallarfjárhæð eins og hún er fyrsta dag hvers mánaðar sem lífeyrir er greiddur og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda sem sjóðfélaginn hefur áunnið sér margfölduðum með 1,65.  Heimilt er sjóðfélaga að hefja töku lífeyris áður en hann nær 67 ára aldri, þó ekki fyrr en frá 65 ára aldri, skal þá upphæð ellilífeyris lækka um 0,5% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 67 ára aldur er taka hans hefst. Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku ellilífeyris til 70 ára aldurs og hækkar þá upphæð ellilífeyris um 0,5% fyrir hvern mánuð sem töku hans er frestað.  Haldi sjóðfélagi áfram að ávinna sér réttindi eftir að hann hefur hafið töku ellilífeyris skulu stig hans reiknuð á ný er hann hefur náð 70 ára aldri.