Almennar upplýsingar

Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar samanstendur af tveimur deildum, A-deild (L030) og B-deild (L031), að auki hefur Endurhæfingarsjóður gert samkomulag við sjóðinn um innheimtu iðgjalda (R030).

Launagreiðanda er skylt að halda eftir af launum iðgjaldshluta launþega og standa hlutaðeigandi lífeyrissjóði skil á honum ásamt iðgjaldshluta sínum.

Þátttaka í lífeyrissjóði er hluti af starfskjörum launamanna á Íslandi. Um þetta hefur verið samið í kjarasamningum milli samtaka atvinnurekenda og launamanna. Þessi skipan mála hefur verið staðfest með lögum um lífeyrissjóði nr. 129/1997. Almennu lífeyrissjóðirnir eru byggðir á þessum kjarasamningum og þar með aðild launamanna að tilteknum lífeyrissjóði. Sjóðirnir eru skyldugir að tryggja alla launamenn sem eiga rétt á aðild að viðkomandi sjóði, skv. kjarasamningi. Á sama hátt eru launamenn sem falla undir tiltekinn kjarasamning skyldugir að greiða í viðkomandi lífeyrissjóð.

Lög og reglugerðir
A. Löggjöf

B. Reglugerðir