Fjárfestingar

Markmið sjóðsins er að ná sem bestri ávöxtun miðað við tiltölulega hóflega áhættu. Vegna þess að lífeyrisgreiðslur sjóðsins munu vaxa hratt á næstu árum verður fé sjóðsins til nýrra fjárfestinga mjög takmarkað. Þetta kann þó að breytast ef ábyrgðaraðili sjóðsins ákveður að leggja honum til aukið fé til að mæta framtíðarskuldbindingum.

Markmið sjóðsins er að ná sambærilegri ávöxtun og almennt gerist á markaðinum og að eignasamsetning sjóðsins víki að jafnaði óverulega frá skilgreindum verðbréfagrunni.


Vikmörk samkvæmt fjárfestingarstefnu 2021 eru sem hér segir:

Eignaflokkar Vikmörk
Ríkisskuldabréf 20-60%
Önnur skuldabréf  10-50%
Veðskuldabréf 0-15%
Innlend hlutabréf 5-20%
Erlend hlutabréf 0-10%
Erlend skuldabréf 0-15%
Skammtímabréf og innlán 0-30%
Erlent hlutfall                    0-10%
Óskráð                                                      0-10%

Ljóst er að verðsveiflur á mörkuðum geta haft mikil áhrif að eignasamsetningu. Markmiðið er að sjóðurinn fjárfesti fyrst og fremst í skráðum, vel seljanlegum verðbréfum þar sem skuldaraáhætta er hófleg.

Eignasamsetning í árslok 31.desember 2020

Fjárfestingarstefna sjóðsins 2021, samþykkt af stjórn 24. nóvember 2020
Áhættustefna sjóðsins 2021, samþykkt af stjórn 24. nóvember 2020