Lífeyrissjóðir hafa heimild til endurgreiðslu iðgjalda til erlendra ríkisborgara sem hafa verið í vinnu á Íslandi og greitt til íslenskra lífeyrissjóða, þegar þeir flytjast aftur af landi brott. Þessi heimild gildir ekki um ríkisborgara á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), Sviss, Bandaríkjanna og Bretlands. *
Þau lönd sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu eru EFTA-löndin: Ísland, Liechtenstein og Noregur, og Evrópusambandslöndin: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lúxemborg, Lettland, Litháen, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Íslenskir ríkisborgarar og ríkisborgarar EES-landa eða Bandaríkjanna, Kanada Sviss og Bretlands fá ekki endurgreidd lífeyirssjóðsiðgjöld. Þeir halda á unnum réttindum í sínum lífeyissjóði og geta sótt um lífeyri á sama hátt og aðrir sjóðfélagar.
LSA endurgreiðir iðgjöld í samræmi við ákvæði 19. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Leggja þarf fram eftirfarandi skjöl:
Ekki er endurgreitt ef viðkomandi fer aðeins tímabundið úr landi, en hyggst koma aftur til vinnu á Íslandi.
Afgreiðslugjald er nú 20% - þó að hámarki 20.000 og greiddur er staðgreiðsluskattur af fjárhæðinni.
* Samningur um almannatryggingar milli Íslands og Bandaríkjanna tók gildi 1. mars 2019.
* Samningur um almannatryggingar milli Íslands og Bretlands tók gildi 1. janúar 2021.