Eftirlaun A-deildar

Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins hefur rétt á lífeyri frá næstu mánaðarmótum eftir að hann verður 70 ára enda er honum þá lögum samkvæmt skylt að láta af störfum. Þó á sjóðfélagi rétt á lífeyri næstu mánaðarmót eftir að hann verður 65 ára enda hafi hann þá látið af þeim störfum sem veitt hafa honum aðild að sjóðnum.  Þegar sjóðfélagi hefur náð því að samanlagður lífaldur og iðgjaldagreiðslutími sé 95 ár, hann orðin 60 ára og lætur af störfum, á hann rétt á lífeyri úr sjóðnum.  Lífeyrisréttur hans skal vera 2% fyrir hvert ár í fullu starfi sem iðgjöld hafa verið greidd fyrir en hlutfallslega lægri fyrir skemmra starfstímabil og minna starfshlutfall en ekki meira en 64% að náðu 95 ára markinu. Iðgjaldagreiðsluskylda fellur niður þegar 95 ára markinu er náð.  Lífeyrisréttur skal aukast um 2% fyrir hvert ár í fullu starfi frá því að iðgjaldagreiðslu lýkur og þar til taka lífeyris hefst, og hlutfallslega lægri hundraðshluta fyrir skemmra starfstímabil og lægra starfshlutfall.  Upphæð eftirlauna er hundraðshluti af þeim föstu launum fyrir dagvinnu persónuuppbót og orlofsuppbót samkvæmt kjarasamningi er á hverjum tíma fylgja stöðu þeirri fyrir fullt starf er sjóðfélaginn gegndi síðast. Hundraðshluti þessi fer eftir iðgjaldagreiðslutíma og starfshlutfalli sjóðfélagans og er 2% fyrir hvert ár í fullu starfi sem iðgjöld hafa verið greidd fyrir en hlutfallslega lægri fyrir minna starfshlutfall.