Stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri

Stjórn sjóðsins skipa sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar, sem er formaður stjórnar, tveir bæjarfulltrúar sem bæjarstjórn kýs á sama hátt og í fastar nefndir til fjögurra ára og tveir sjóðfélagar tilnefndir til fjögurra ára af Kili, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Fjórir varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og til jafnlangs tíma. Stjórn sjóðsins ræður framkvæmdastjóra og setur honum starfsreglur. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörgengur sem stjórnarmaður í sjóðnum. Framkvæmdastjóri LSA er Jóhann Steinar Jóhannsson en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Sjóðurinn hefur sérstakan samstarfssamning um rekstur við Stapa lífeyrissjóð. Samkvæmt samningnum greiðir sjóðurinn ákveðna þóknun til Stapa lífeyrissjóðs til að standa straum af rekstri. Af þeim sökum semur stjórn sjóðsins ekki um laun við framkvæmdastjóra sjóðsins, enda fær hann engar greiðslur frá Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar.

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar skipa:

Aðalmenn:
Dan Jens Brynjarsson, formaður stjórnar - Akureyrarbæ
Gunnar Líndal Sigurðsson - Akureyrarbæ 
Snæbjörn Sigurðarson - Akureyrarbæ
Arna Jakobína Björnsdóttir - Kjölur
Hanna Rósa Sveinsdóttir - Kjölur

Varamenn:
Halla Björk Reynisdóttir - Akureyrarbæ
Gunnar Már Gunnarsson - Akureyrarbæ
Árni Egilsson - Kjölur
Hafdís Erna Ásbjarnardóttir - Kjölur

Stjórn sjóðsins er heimilt að semja við stjórnir annarra lífeyrissjóða um að sjá um rekstur sjóðsins eða að sjóðirnir hafi sameiginlegt skrifstofuhald og/eða samstarf um ávöxtun fjármuna. Við gerð slíkra samninga skal þess gætt að rekstrarkostnaði sé skipt með eðlilegum og ótvíræðum hætti milli aðila og í samræmi við samkomulag stjórna viðkomandi sjóða. Sama á við um skiptingu á ávinningi eða tapi ef um samstarf um ávöxtun fjármuna er að ræða. Á sama hátt er stjórninni heimilt að gera samninga um rekstur og ávöxtun við banka eða verðbréfafyrirtæki, eða aðra þá aðila er til þess hafa færni og þekkingu. Stjórn sjóðsins hefur nýtt sér heimild skv. þessari grein og gert rekstrarsamning um rekstur sjóðsins við Stapa lífeyrissjóð.

Endurskoðunarnefnd LSA skipa Ragna Hrund Hjartardóttir, Dan Jens Brynjarsson og Arna Jakobína Björnsdóttir. 

Enor er löggiltur endurskoðandi reikninga sjóðsins. Innri endurskoðandi  er PwC.

Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur lífeyrissjóðsins, eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í starfi og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.