Um LSA

Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins.

Stapi lífeyrissjóður sér um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar í samræmi við samning milli sjóðanna þar um.

Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.  Fjármálaráðherra veitir sjóðnum starfsleyfi og Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerðir sem settar eru skv. þeim og staðfestar samþykktir sjóðsins.