Endurhæfingarsjóður

Öllum atvinnurekendum og þeim sem stunda sjálfstæða starfsemi er skylt að greiða iðgjald vegna sjálfra sín og launamanna er starfa hjá þeim til starfsendurhæfingarsjóðs, sbr. 2 mgr. 4 gr. laga 60/2012 um Atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. 

Iðgjaldið  nemur 0,1% af heildarlaunum. 

Virk Starfsendurhæfingarsjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar hafa gert með sér samkomulag um innheimtu á þessum gjöldum vegna þeirra sem greiða lífeyrissjóðsiðgjöld til LSA. Innheimta á iðgjaldinu er með sama hætti og greiðsla iðgjalds til lífeyrissjóða.

Virk