Ávöxtun 8,2% á fyrri helmingi ársins

Helstu niðurstöður eru þær að ársávöxtun sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 8,16% og raunávöxtun 3,32%. Sjóðurinn er að stærstum hluta fjárfestur í innlendum ríkisskuldabréfum og öðrum innlendum skuldabréfum. Meðalraunávöxtun sjóðsins sl. 5 ár er 3,14% og 4,63% sl. 10 ár.

Alls greiddu 137 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu. Iðgjöld og mótframlög launagreiðenda á tímabilinu námu samtals 110 milljónum króna og hækkuðu um 8% frá sama tímabili árið áður.

Lífeyrisgreiðslur sjóðsins á tímabilinu námu 238 milljónum króna og var fjöldi lífeyrisþega 444.

Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 8.658 milljónum króna og hækkaði um 4,2% frá ársbyrjun.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins var neikvæð um 37,2% eða sem nemur 5.601 milljón króna.

Akureyrarbær er í ábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins.