Nýtum rafræn samskipti

Vegna útbreiðslu kórónuveiru eru sjóðfélagar og aðrir sem eiga erindi við sjóðinn hvattir til að nýta rafræn samskipti og síma þegar kostur er.

Við bendum á að allar umsóknir er að finna á  umsóknarvef sjóðsins. Hægt er að skila inn öllum umsóknum í tölvupósti á netfangið stapi@stapi.is.

Á sjóðfélagavef er hægt að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga, iðgjaldagreiðslur, sjóðfélagayfirlit o.fl.

Hægt er að hafa samband við sjóðinn í síma 460-4500 eða senda fyrirspurnir á stapi@stapi.is. Starfsfólk sjóðsins mun nú sem endra nær leggja sig fram um að svara öllum erindum eins fljótt og kostur er.