50 ára afmælisfagnaður lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 30. maí kl. 15 verður fimmtíu ára afmælisfagnaður lífeyrissjóða haldinn í Menningarhúsinu Hofi. 

Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sjá um að stjórna samkomunni, fara með gamanmál og taka lagið með Jóni Ólafssyni, tónlistarmanni. Stiklað verður á stóru, á léttum nótum, um fortíð og framtíð lífeyrissjóðanna. 

Skráning fer fram á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.