Ávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar var 7,7% á árinu 2012

Stjórn LSA og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning sjóðsins á fundi sínum 21. mars sl. Helstu niðurstöður eru þær að ársávöxtun sjóðsins var 7,7% og raunávöxtun 3,0%. Meðal raunávöxtun sl. 5 ár er 2,3% og 5,1% sl. 10 ár.

Alls greiddu 140 sjóðfélagar hjá 8 launagreiðendum iðgöld til sjóðsins á tímabilinu og námu þau 223 milljónum króna. Lífeyrisþegar á tímabilinu voru 404 og námu lífeyrisgreiðslur 461 millj. kr.

Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í lok árs 8.450 millj. kr. og hafði hækkað um 4,6% frá árinu áður. Tryggingafræðileg staða sjóðsins var neikvæð um 37,6% eða sem nemur 5.533 millj. kr.

Akureyrarbær er í ábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins.