Í dag var send út tilkynning til sjóðfélaga LSA um samruna við Brú lífeyrissjóð og að um næstu mánaðamót muni Brú greiða út lífeyri til sjóðfélaga. Lífeyrisþegar geta mögulega orðið varir við breytingar á nýtingu persónuafsláttar. Ef lífeyrisþegar vilja frekari upplýsingar þá er um að gera að hafa samband við Brú lífeyrissjóð með því að bóka samtal á heimasíðu sjóðsins lifbru.is eða senda tölvupóst á lifeyrir@lifbru.is.
Greiðslutilkynningar birtast á Mínum síðum hjá Brú og Ísland.is á útborgunardegi.