Framkvæmdastjóri hefur sagt starfi sínu lausu

Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá sjóðnum.

Stjórn sjóðsins hefur þegar sett ráðningu nýs framkvæmdastjóra í ferli. Ingi mun sinna störfum fyrir Stapa þar til nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við, eða samkvæmt samkomulagi við stjórn sjóðsins.