LSA hefur sameinast Brú lífeyrissjóði

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs sem fólu í sér að LSA verður að E-deild sjóðsins.  Sameining Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar við Brú lífeyrissjóð er því orðin að veruleika.

Líkt og áður hefur komið fram verða engar breytingar  á réttindum sjóðfélaga við sameininguna en sjóðfélagar LSA þurfa nú að hafa samband við Brú lífeyrissjóð um málefni sem varða sjóðinn með því að bóka samtal á vefsíðu sjóðsins lifbru.is eða senda tölvupóst á lifeyrir@lifbru.is.