LSA sameinast Brú lífeyrissjóði

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar (LSA) og Brúar lífeyrissjóðs (BRÚ) hafa samþykkt samruna sjóðanna á grundvelli viljayfirlýsingar sem undirrituð var í desember 2024 og samþykkt á ársfundi sjóðsins í júní sl.  LSA mun á næstu vikum renna inn í nýja deild hjá Brú, E-deild. Grundvöllur samrunans er að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga LSA verður óbreytt sem og bakábyrgð Akureyrarbæjar. 

Brú lífeyrissjóður er  fyrir fólk sem starfar innan sveitarfélaga en þar eru fyrir fjórar aðrar deildir. Starfsfólk sjóðsins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á lífeyrissmálum starfsfólks sveitarfélaga og ættu sjóðfélagar því að vera áfram í góðum höndum. Á næstu dögum verða sjóðfélagar og lífeyrisþegar LSA upplýstir nánar um samrunann.