Sjóðfélagayfirlit í póstdreifingu

Næstu daga berast sjóðfélögum yfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar vegna tímabilsins frá 1. janúar til og með 30. september 2019. 

Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á yfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum.  Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks Stapa lífeyrissjóðs, sem sér um rekstur sjóðsins, við lausn málsins.

 Það er auðvelt að fylgjast með réttindum og iðgjaldaskilum með rafrænum hætti á sjóðfélagavef. Þar er einnig hægt að skoða útsend yfirlit undir Skjöl.

Ef launþegi hefur ekki fengið yfirlit en telur að vinnuveitandi hafi átt að skila iðgjöldum til sjóðsins er afar mikilvægt að hafa samband við sjóðinn.