Vefflugan hefur sig til flugs á ný

Fimmta tölublað Vefflugunnar hefur litið dagsins ljós en um er að ræða veffréttablað sem gefið er út af Landssamtökum lífeyrissjóða. Eins og nafnið gefur til kynna er blaðið gefið út rafrænt og fjallar um lífeyrismál.

Í þessu tölublaði má meðal annars finna viðtal við Kára Arnór Kárason framkvæmdastjóra Stapa.  Þar er umfjöllun um þær breytingar á réttindakerfi Stapa sem liggja fyrir um áramótin.

Aðrir fróðleiksmolar sem blaðið hefur fram að færa:

  • Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur, fjallar um hækkun lífeyristökualdurs
  • Lánamál hjá lífeyrissjóðunum
  • Kosti séreignarsparnaðar