Fréttir af ársfundi

Auk hefðbundinna árfsundarstarfa voru lagðar fram tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins, annars vegar er snúa að endurskoðanda sjóðsins og hins vegar orðalagsbreytingar vegna makalífeyris. Voru tillögurnar samþykktar samhljóða.
Þá var lögð fram tillaga um hækkun á stjórnarlaunum þannig að stjórnarlaun verða eftir breytingu krónur 75 þúsund á ári og tvöfalt fyrir stjórnarformann.  Þá fái varamenn og endurskoðunarnefnd krónur 15 þúsund fyrir setinn fund.  Tillagan var samþykkt samhljóða.

Hér má finna gögn vegna fundarins:

Ræða stjórnarformanns
Glærur frá fundinum
Breytingar á samþykktum
Ársreikningur sjóðsins